CSW69 Kallar á Aðgerðir fyrir Jafnrétti Kynjanna og Inngildingu
- Grace Achieng
- Apr 29
- 3 min read

New York, mars 2025 – Það fyrsta sem kemur upp í huga mín, var heiður á að fá að vera í Íslensku sendinefndinni á Kvennanefndarþingi Sameinuðu Þjóðanna 2025 (CSW69) sem fulltrúi Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA. Þetta var öflugur vettvangur til að endurnýja skuldbindingu heimsins um jafnrétti kynjanna. Í tilefni af 30 ára afmæli Peking Sáttmála- og aðgerðaráætlunarinnar var lögð áhersla á framfæri sem og viðvarandi áskoranir í átt að jöfnum réttindum kvenna og stúlkna um allan heim. Leiðtogar, aktívistar, málsvarar og stefnumótendur komu saman til að meta stöðuna í jafnréttismálum og setja metnaðarfull markmið fyrir framtíðina.
Réttindi kvenna eru mannréttindi
Í opnunarávarpi sínu lagði António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, áherslu á brýna þörf á að brjóta niður kerfisbundnar hindranir fyrir jafnrétti kynjanna. Hann minnti heimsbyggðina á að: „Konur eiga heima hér, þar og alls staðar.“ Guterres undirstrikaði að án fulls jafnréttis kynjanna muni heimurinn ekki geta náð sjálfbærniþróun markmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030.
Kall til allsherjar aðgerða

CSW69 var ekki eingöngu vettvangur stefnumótunar heldur einnig fyrir raunhæfar lausnir. Í samtökunum var lögð áhersla á að hraða jafnréttisbaráttunni, sérstaklega fyrir jaðarsetta hópa.
Nyaradzayi Gumbonzvanda, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi þá tilhneigingu að líta á jafnréttismál sem hluta af fjölbreytni-, jafnréttis- og inngildingarstefnu (DEI). Hún sagði skýrt: „Ég er ekki DEI. Ég er hluti af mannkyninu.“
Orð hennar endurómuðu víða á ráðstefnunni og undirstrikuðu að jafnrétti kynjanna væri ekki afgreitt með stefnumörkun fyrirtækja heldur væri um grundvallarmannréttindi að ræða.
Þátttaka kvenna í forystu og aðkoma ungs fólks
Eitt mikilvægasta umræðuefnið var þörfin á fleiri konum í leiðtogastöðum. Þó að framfarir
hafi átt sér stað, þá var bent á að táknræn þátttaka sé ekki nóg, konur þurfa raunverulega valdastöðu í stjórnmálum, viðskiptum og samfélaginu.
Það var einnig kallað eftir þveraldarsamvinnu, þar sem ungir aktívistar hvöttu stjórnvöld til að skapa formlegar leiðir fyrir ungt fólk til þátttöku í stefnumótun og ákvarðanatöku.
Jafnrétti á heimsvísu: Fjárfesting í framtíð stúlkna

Á CSW69 var einnig haldið sérstakt viðburðinum Power4Girls, þar sem áhersla var lögð á mikilvægi þess að fjárfesta í menntun og valdeflingu stúlkna. Millie Bobby Brown, góðgerðarsendiherra UNICEF, flutti áhrifaríka ræðu þar sem hún hvatti til þess að ungar konur fái tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Við áttum stutt spjall þar sem við lögðum áherslu á mikilvægi sýnileika og þátttöku ungra kvenna sem kvenna í jarðasetuhópa, að unnt sé að brjóta niður þessar hindranir, og að konur ættu að hvetja aðrar konur til að deila vettvangi og innsýn sinni og styðja þessa hópa, segir Grace.
„Framtíðin tilheyrir ekki ungum stúlkum; nútíðin gerir það.“ sagði fulltrúi frá Síerra Leóne.
Í umfjöllun um áskoranir sem stúlkur standa frammi fyrir á heimsvísu var sérstaklega rætt um, m.a.: barnahjónabönd, sem enn eru alvarlegt vandamál á heimsvísu, nauðsyn þess að líta á stúlkur sem einstaklinga, en ekki eingöngu tölfræði, hlutverk fyrirmynda og leiðsagnar í að styðja við framtíð kvenna og aðgang að heilbrigðisþjónustu og tækni sem lykilþætti í jafnréttisbaráttunni.
Í Norrænu ráðherranefndinni var sérstaklega fjallað um rétt kvenna til öruggrar og lögmætrar þungunarrofs, stafrænt ofbeldi og kynbundið ofbeldi. Íslensk stjórnvöld, dómsmálaráðherra vöktu athygli á alvarleika net áreitni og á sama tíma bentu finnska ráðherranefndin á að fjárfesting í menntun væri besta leiðin til að valdefla konur. Umræðurnar fjölluðu einnig um efnahagslegt valdefling kvenna, með ákalli um að tryggja jöfn laun, fjárhagslegt sjálfstæði og sterkari félagslega vernd fyrir innflytjendur og flóttakonur á Norðurlöndum.
Kvennaár 2025 og íslensk stjórnvöld fjölluðu um áfangana í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og hvernig samstarf kvennahreyfingarinnar og stjórnvalda hefur stuðlað að jafnrétti. Athygli var vakin á skorti á þátttöku kvenna af erlendum uppruna í stjórnmálum og á ákvarðanatökustöðum, og sammælst var um að vinna þyrfti í þeim málum.
Framtíðarsýn: Aðgerðir í stað orða
CSW69 undirstrikaði að jafnrétti kynjanna snýst ekki eingöngu um stefnumótun, það krefst daglegra aðgerða. „Að berjast fyrir jafnrétti er ekki slagorð; það er daglegt verkefni.“
Til að tryggja að niðurstöður CSW69 skili sér í raunverulegar breytingar verða stjórnvöld, fyrirtæki og samfélagið meðal annars að forgangsraða fjárveitingum til jafnréttisverkefna, vernda mannréttindafrömuðir sem starfa að réttindamálum kvenna. Móta stefnu sem stuðlar að inngildandi og sanngjörnu samfélagi fyrir allar konur og stúlkur.
Eins og António Guterres áréttaði: „antidote-ið er aðgerðir.“ Við getum ekki beðið lengur eftir jafnrétti kynjanna. Ábyrgðin liggur hjá öllum samfélagsgeirum til að tryggja að skuldbindingar CSW69 verði að áþreifanlegum árangri.

Comments