top of page

Frá Íslandi til umheimsins: Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Queen of Nature-afreksverðlaunin – Konur í umhverfistextíliðnaðinum á alþjóðlegri ráðstefnu kvenna í landbúnaðar- og lífhagkerfistækni, 26. september 2025 í Antoing, Belgíu. Frá vinstri: Sâadia Lakehal og Grace Achieng. Mynd: Emannuel Eloye
Queen of Nature-afreksverðlaunin – Konur í umhverfistextíliðnaðinum á alþjóðlegri ráðstefnu kvenna í landbúnaðar- og lífhagkerfistækni, 26. september 2025 í Antoing, Belgíu. Frá vinstri: Sâadia Lakehal og Grace Achieng. Mynd: Emannuel Eloye

Eftir fimm ára frumkvöðlastarfi get ég í dag sagt að ég hafi skapað fyrirtæki sem hefur unnið tvenn alþjóðleg verðlaun og tvenn innlend verðlaun og birst í Breska Vogue: Gracelandic, sérhæft hægtískumerki sem er að þróast yfir í áhrifamiðað sjálfbærnivistkerfi. Draumur sem hófst með engu nema hugrekki, ákveðni og þeirri trú að þegar viljinn væri fyrir hendi væri allt hægt. Tvær hendur, ein hugsjón og draumur sem neitaði að deyja.


Fulltrúi Íslands á alþjóðasviði

Efst: Grace, Sâadia. Neðst fyrir miðju: H.H. Nassénéba Touré og aðrir gestir. Myndir: Emannuel Eloye
Efst: Grace, Sâadia. Neðst fyrir miðju: H.H. Nassénéba Touré og aðrir gestir. Myndir: Emannuel Eloye

Fyrir nokkrum mánuðum barst mér óvæntur póstur, tilnefning og tækifæri til að vera fulltrúi Íslands á afhendingu Queen of Nature-afreksverðlaunanna – Konur í umhverfistextíliðnaðinum á Alþjóðlegri ráðstefnu kvenna í landbúnaðar- og lífrænni framleiðslu (Queen of Nature Award of Excellence – Women in Eco-Textile at the Global Summit for Women in AgriTech and Bioeconomy) sem haldin var 24.-27. september 2025 í Antoing á Your Nature Eco Resort Belgium.









Efst frá vinstri: Isabella Orsini de Ligne de La Trémoille prinsessa, Edouard de Ligne La Trémoille prins, H.H. Nassénéba Touré, prinsessur og heiðursgestir.
Efst frá vinstri: Isabella Orsini de Ligne de La Trémoille prinsessa, Edouard de Ligne La Trémoille prins, H.H. Nassénéba Touré, prinsessur og heiðursgestir.

Meðal gesta voru Edouard de Ligne prins, Isabella Orsini de Ligne de La Trémoïlle prinsessa, tignir alþjóðlegir gestir, ráðherrar, þingmenn og merkir frumkvöðlar og leiðtogar sem deila ástríðu fyrir umhverfistextíl, landbúnaðartækniiðnaðinum, sjálfbærni og framtíð meðvitaðrar framleiðslu. Gestir frá yfir 70 löndum um allan heim, ásamt 7 heiðurslöndum frá hverri heimsálfu, m.a. Kanada, Brasilíu, Alsír, Fílabeinsströndinni, Egyptalandi og Indlandi komu saman á Your Nature Eco-Resort til að ræða lífræna og tæknilega nýsköpun á sviði sjálfbærs landbúnaðar. Þessi ráðstefna einkenndist af alþjóðlegu samstarfi og stuðningi við konur í leiðtogastöðum í landbúnaði og lífhagkerfistækni.


Af sýningu Gracelandic og veislukvöldinu. Myndir með Edouard prinsi og Isabellu de Ligne de La Trémoille prinsessu og öðrum gestum. Myndir: Emannuel Eloye
Af sýningu Gracelandic og veislukvöldinu. Myndir með Edouard prinsi og Isabellu de Ligne de La Trémoille prinsessu og öðrum gestum. Myndir: Emannuel Eloye

Þessi heiður styrkir áherslu mína á hægtísku, náttúruleg efni og textílnýsköpun og eflir mig í því markmiði mínu að sjá Gracelandic vaxa og láta gott af sér leiða, að nota tísku til að brúa bilið milli fólks, plánetunnar og tilgangs okkar.


Gracelandic stóð líka fyrir fyrstu Gracelandic Echo-ráðstefnunni 26. september 2024 í Innovation House í Reykjavík. Ráðstefnuna sóttu meðal annars forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem aðalfyrirlesarar og virtir gestir, ásamt forsetaherra og framkvæmdastjóra Just Björn, Birni Skúlasyni, Áshildi Linnet, sérfræðingi í innflytjendamálefnum, framkvæmdastjórum, fjárfestum, stofnendum, fræðimönnum og fólki úr ýmsum atvinnugeirum.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fyrrv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, forsetaherra og framkvæmdastjóri Just Björn, Björn Skúlason og Áshildur Linnet, sérfræðingur í innflytjendamálefnum. Myndir: Guna Mežule
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fyrrv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, forsetaherra og framkvæmdastjóri Just Björn, Björn Skúlason og Áshildur Linnet, sérfræðingur í innflytjendamálefnum. Myndir: Guna Mežule

Við göngum aldrei ein. Ég er ákaflega þakklát Íslandi, landinu sem varð heimili mítt og upphafsreitur. Ísland hafði trú á mér áður en heimurinn kallaði nafn mitt. Það veitir mér rými til að vaxa, mistakast, byrja aftur og rísa hærra. Hér varð Gracelandic til árið 2020 og hér hefur það orðið að félagsáhrifavistkerfi þar sem frumkvöðlastarf, nýsköpun, réttlæti í umhverfismálum og umboð mætast.



GLOBALWIIN2023, AWE2022, FKA2023-verðlaunin,  Birt í Breska Vogue
GLOBALWIIN2023, AWE2022, FKA2023-verðlaunin, Birt í Breska Vogue

Árið 2023 hlaut ég Global Women Innovators and Inventors Network-verðlaunin (GLOBALWIIN) fyrir sjálfbæran rekstur sem getur haft áhrif á líf fólks og frumkvöðlaverðlaun ársins frá FKA. Á sama ári tók ég þátt í Academy for Women Entrepreneurs (AWE) Accelerator, þar sem rekstraráætlunin mín hlaut þriðju verðlaun í flokki einstaklinga, af 42 þátttakendum. Þetta framtak, samstarf Háskóla Íslands og bandaríska sendiráðsins á Íslandi, varð síðan til þess að ég hlaut kynningu í gagnagrunni U.S. Bureau of Educational and Cultural Affairs, https://eca.state.gov/awe. Greinina má lesa í heild sinni hér.


Auk þessara viðurkenninga hef ég orðið þess heiðurs aðnjótandi að starfa í ýmsum nefndum. Ég hef meðal annars verið formaður sýnileikadagsins 2025 hjá FKA, þar sem ég tók á móti Höllu Tómasdóttur forseta sem aðalfyrirlesara, og setið í nefnd Nasdaq Iceland fyrir Ring the Bell for Gender Equality.

Á alþjóðasviði hef ég verið fulltrúi Íslands í framkvæmdanefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir stöðu kvenna (UNCSW68 & 69), tekið  þátt í veitingu viðurkenningar til kvenréttindafrömuðarins Bodil Begtrup með danska sendiráðinu á kvenréttindadaginn, 19. júní, og aðstoðað við umræður um umhverfisvæna orku milli Kanada og Íslands.

ree


Ég er ákaflega þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég stofnaði Gracelandic. Frá fyrstu konunni sem veitti mér vettvang til að tjá mig og sýna hönnun mína, til þeirra sem pöntuðu vörur frá mér fyrirfram án þess að þekkja mig, til kvenna sem tilnefndu mig til verðlauna og minntust á mig á stöðum þar sem ég var ekki enn komin inn.


Ég vil þakka þeim stofnunum sem hafa stutt mig, unnið með mér og haft trú á mér – FKA, Stjórnvísi, Rótaríklúbb Garðabæjar, Ungum athafnakonum, Soroptimistaklúbb Hóla, Strætó, Háskóla Íslands, GLS á Íslandi og þeim mörgu systrum og vinum sem hafa staðið með mér.


Þið hafið sannað að Ísland er þjóð og samfélag þar sem draumar geta dafnað.

 
 
 

Comments


bottom of page