top of page

FREE SHIPPING IN ICELAND! ORDER NOW

Styddu fólkið sem stendur á bakvið fötin þín og stuðlum að sjálfbærri tísku

Vissir þú að það þarf um 2650 lítra af vatni til að framleiða eina bómullarskyrtu og um 7500 lítra í einar gallabuxur?

Inngangur:

Í þessari grein munum við fjalla um að styðja fólkið á bakvið framleiðsluferlið á fatnaðinum okkar og hvers vegna við ættum aðeins að versla við fyrirtæki sem vinna eftir skilyrðum um sjálfbæra tísku.

Organic Cotton Half Placket Boyfriend Shirt
Organic Cotton Half Placket Boyfriend Shirt - Gracelandic

Ef þú vilt styðja við fólkið sem raunverulega framleiðir fötin þín þá þarftu að velja fatnað frá framleiðendum sem uppfylla skilyrði um sjálfbæra tísku. Skilyrðin eru hönnuð til að stuðla að velferð verkafólks sem koma að framleiðslunni.

Sjálfbær tíska hjálpar verkafólki um:


1. Sanngjörn laun

Skilyrðin um sjálfbæra tísku taka skýrt fram að verkafólk þarf að fá sanngjörn laun og eiga að tryggja að ekki sé verið að hlunnfara samfélagshópa sem minna mega sín. Það er því miður staðreynd að fyrirtæki mörg hver leita uppi samfélög sem eiga undir högg að sækja, bjóða fólki störf en greiða laun sem eru undir lágmarkslaunum þar sem þau vita að fólkið hefur í engin önnur hús að venda. Þannig að með því að velja sjálfbæra tísku ertu að tryggja að verkafólkið sé metið að verðleikum í framleiðslunni. Hin svokallaða hraða tíska byggist á því að framleiða fatnað á sem ódýrastan hátt án þess að taka á nokkurn hátt tillit til mannúðarsjónarmiða. Þetta hefur hvað mest áhrif á konur í þróunarlöndum en um það bil 80% af þessum fatnaði er unninn af konum á aldrinum 18-24 ára í fátækum löndum þar sem kvenréttindi eru lítil. Þróunarlöndin henta því vel fyrir fyrirtæki að framleiða hluti sem ódýrast þar sem vinnuafl er ódýrt, skattaeftirlit lélegt ásamt því að mengunarstöðlum og réttindum verkafólks er illa ef nokkuð framfylgt.


2. Heilbrigðan vinnutíma

Þessi iðnaður sem gengur út á hraða tísku hefur verið gríðarlega árangursríkt viðskiptamódel, en iðnaðurinn veltir um 2,4 trilljón dollurum á ári og gengur út á að framleiða mikið magn af tískufatnaði með litlum tilkostnaði til að hámarka gróða og ekki nóg með það heldur einnig að ýta undir þörf fólks fyrir ný og fleiri föt. Með því að auka eftirspurn selst meira og krafan um að framleiða hraðar verður meiri og meiri. Það sem oftast gerist því miður er að í stað þess að fleira fólk sé ráðið í vinnu velja mörg fyrirtæki að auka enn frekar vinnuálagið á sínu verkafólki til að auka gróðann enn meira. Fyrirtækin sem uppfylla skilyrðin um sjálfbæra tísku þurfa að sjá til þess að ekki sé gengið á rétt verkafólks um vinnutíma og vinnuálag.


3. Enga barnaþrælkun eða nauðungarvinnu

Árið 2018 fundu verkamannasamtök Bandaríkjanna (U.S. Department of Labour) vísbendingar um nauðungarvinnu og barnaþrælkun í tískuiðnaðinum í Argentínu, Bangladesh, Filippseyjum, Tyrklandi, Brasilíu, Kína, Indónesíu, Víetnam og fleiri löndum. Þróunarlönd henta einstaklega vel fyrir svona starfshætti þar sem eftirlit er lítið og lélegt.

Í Asíulöndum hefur einnig verið algengt að fólk sé neytt til að taka börn sín með sér til að vinna í verksmiðjum

Sjálfbær tíska hefur skýra stefnu gegn barnaþrælkun, svo með því að versla við þau getur þú verið viss um að framleiðslan á fatnaðinum er ekki kostuð með framtíð barna.


4. Heilbrigt starfsumhverfi

Í skilyrðunum um sjálfbæra tísku kemur fram að starfsfólk á rétt á sjúkratryggingum, greiddu fæðingarorlofi, öryggisbúnaði við störf og sjá til þess að ekki séu notuð eitruð efni, svo sem litarefni sem algengt er að notuð séu í hraðri tísku. Siðferðisleg ábyrgð og gegnsæi í starfsemi framleiðanda sjálfbærrar tísku kemur fram í vinnutíma, launum samkvæmt kjarasamningum landa og stuðningi við góðan starfsanda.


5. Áhrif á náttúru og samfélag

Textíll er efst ásamt áli í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á hverja framleiðslueiningu. Tískuiðnaðurinn er ábyrgur fyrir um það bil 8-10% kolefnislosunar á hverju ári. Stór hluti þessa kolefnisspors er tilkominn vegna mengandi orkugjafa. Tískuiðnaðurinn er einnig sá næst stærsti þegar kemur að vatnsnotkun, með um 79 trilljón lítra árlega. En það þarf um 2650 lítra af vatni að framleiða eina bómullarskyrtu og 7500 lítra í einar gallabuxur. 20% af iðnaðarmengun vatns er tilkominn vegna litunar og meðhöndlunar textíls. Sjálfbær tíska byggist á að nota náttúruleg efni sem hafa ekki eitrunaráhrif í umhverfinu, notast við GOTS og OCS vottuð framleiðsluferli og uppfylla Sedex vottun um heilbrigða viðskiptahætti. Þá skal reynt að minnka vatnsnotkun með þróun nýrrar framleiðslutækni með háþrýstingi við litun efna.

Þá minnkum við einnig kolefnissporið okkar með því að velja framleiðendur sem eru nær okkur og þurfa minni flutninga.


Samantekt:

Þetta voru 5 af mikilvægustu ástæðum þess að velja sjálfbæra tísku til að styðja við fólkið á bakvið fötin okkar.



bottom of page